JardvegsstofaJarðvegsstofa

„Jörðin var gjör af holdi Ýmis 
en björgin af beinunum“.

Íslenskur jarðvegur

Gjóska og gjóskurík móðurefni ásamt basískum hraunlögum eru helstu móðurefni íslensks jarðvegs. Jarðvegur sem myndast úr gjóskuríkum móðurefnum (og basalti) nefnist Andosol á fræðimáli eins og vikið er að í kafla hér á undan.  Slíkur jarðvegur finnst nær hvarvetna á eldfjalla­svæðum jarðar.  Andosol hefur verið nefnd eldfjallajörð á íslensku (Ólafur Arnalds, 1996). Stærsti hluti jarðvegs á Íslandi er eldfjallajörð, en mójörð, frerajörð (sjá kafla um flokkun jarðvegs), bergjörð, og fleiri jarðvegsgerðir hafa þó umtalsverða útbreiðslu. Það er sérstakt að á Íslandi telst stærsti hluti votlendis einnig til eld­fjalla­jarðar, sem og jarðvegur á auðnum. Eld­fjalla­jörð hefur mjög sérstaka eðlis- og efnaeiginleika sem eru ólíkir eignleikum jarðvegs í nágrannalöndunum.

 

 

 

Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi